SkađabótarétturSkađabótaréttur, e. Viđar Má Matthíasson

Um er ađ rćđa fyrstu heildstćđu bókina um íslenzkan skađabótarétt.  Bókin er afrakstur áralangra rannsókna höfundar á íslenzkum og norrćnum skađabótarétti.  Ályktanir höfundar eru reistar á lögum og lögskýringargögnum, auk frćđilegra heimilda.  Ţá eru reifađir og teknir til athugunar meira en fimm hundruđ íslenzkir hćstaréttardómar og nćrri 200 dómar frá öđrum Norđulöndum.  Efni bókarinnar er í sex hlutum, í ţremur fyrstu hlutunum er fjallađ um grundvallaratriđi skađabótaréttar en ţar er viđamest umfjöllun um reglur íslenzks réttar um grundvöll skađabótaábyrgđar og reglur um takmörkun á umfangi ábyrgđarinnar.  Í fjórđa hluta er fjallađ um ellefu sérsviđ skađabótaréttar, svo sem bótareglur vegna umferđarslysa, skađsemisábyrgđ, skađabótaábyrgđ barna, sérfrćđiábyrgđ, skađabótaábyrgđ fasteignareiganda og skađabótaábyrgđ hins opinbera.  Í fimmta hluta er fjallađ ítarlega um eitt sérsviđ skađabótaréttar til viđbótar, ţ.e. um bćtur fyrir líkamstjón, en ţćr reglur hafa afar mikla ţýđingu.  Í ţessum hluta er einnig fjallađ um tjónshugtakiđ og ákvörđun bóta fyrir munatjón og almennt fjártjón.  Í síđasta hlutanum er svo vikiđ stuttlega ađ reglum um endurgreiđslu auđgunar, einkum til ađ lýsa ţví hvernig og hvers vegna ţćr eru ađgreindar frá skađabótareglum.

Bókin er fyrst og fremst ćtluđ lögmönnum, dómurum og öđrum lögfrćđingum, sem fást viđ skađabótarétt, en einnig laganemum.  Hún fjallar um efni, sem varđar mjög hagsmuni ţeirra sem verđa fyrir líkams- eđa munatjóni og á efni hennar ţví erindi einnig til ţeirra.

    
20.11.2017
Tvö ný rit frá Bókaútgáfunni Codex
17.08.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex
3.07.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex