Um bókaklúbbinn

Bókaútgáfan Codex hefur um margra ára bil starfrækt sérstakan bókaklúbb. Starfsemi klúbbsins felst fyrst og fremst í því að kynna félögum ný rit, sem gefin eru út á vegum bókaútgáfunnar, og bjóða þeim þau til kaups á sérstaklega hagstæðu verði.

Í hvert skipti sem nýtt rit er gefið út á vegum bókaútgáfunnar er félögum sent bréf, þar sem efnisinnihald ritsins er kynnt og það boðið til kaups á hinu sérstaka bókaklúbbsverði, þ.e. með 20% afslætti af listaverði.* Fyrirkomulagið er nánar tiltekið þannig að með bréfinu er félögum gefinn kostur á að afpanta ritið með því að senda tölvubréf þess efnis á netfangið afpontun@bc.is. Sé það eigi gert innan tilskilins frests er litið svo á að viðkomandi hafi hug á að kaupa ritið og er það þá sent með pósti, viðkomandi að kostnaðarlausu.

Félagsgjald bókaklúbbsins er kr. 1.500, en félagar eru ekki skuldbundnir til að kaupa nokkurt þeirra rita, er bókaútgáfan býður til kaups.

Hafir þú hug á að skrá þig í bókaklúbb Bókaútgáfunnar Codex sendu þá tölvubréf þess efnis á netfangið bc@bc.is. Tölvubréfið skal innihalda eftirfarandi upplýsingar:

Nafn
Kennitölu
Heimilisfang
Póstnúmer
Stað
Netfang

* Verðið á aðeins við um eitt eintak af hverju riti og tekur einungis til þeirra rita, sem kynnt eru eftir að viðkomandi skráir sig í bókaklúbbinn.

20.11.2017
Tvö ný rit frá Bókaútgáfunni Codex
17.08.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex
3.07.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex