Afmælisrit Jónatans Þórmundssonar

Á fjórða áratug hefur Jónatan Þórmundsson verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann er löngu þjóðþekktur sem einn helsti sérfræðingur landsins á sviði refsiréttar. Ritverk hans fjalla þó ekki einungis um íslenskan refsirétt, heldur einnig um alþjóðlegan refsirétt, mannréttindi, opinbert réttarfar, afbrotafræði og skattarétt. Í afmælisritinu má finna alls 26 ritrýndar fræðigreinar og tengjast þær allar, með einum eða öðrum hætti, fyrrgreindum fræða- og áhugasviðum Jónatans. Allar greinarnar eru á norðurlandamálum, að einni grein undanskilinni, sem rituð er á ítölsku.

Í ritinu má finna eftirfarandi greinar:

Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands: „Ábyrgð ríkja vegna umhverfistjóns með áherslu á líffræðilega fjölbreytni“.
Beth Grothe Nielsen, fyrrverandi lektor við lagadeild Háskólans í Árósum: „Opbyggelig ret“.
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Framkvæmd refsiaðgerða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að íslenskum rétti“.
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari: „Rannsókn kynferðisbrota gegn börnum“.
Coen F. Mulder, lektor við lagadeild Háskólans í Amsterdam: „Utlevering og tillit – Grensen mellom tillit og mistillit i Nederland og de nordiske land sett i lyset av kattelemmer og nasjonalt arvesølv“.
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Þróun íslensks sakamálaréttarfars 1951 til 2007“.
Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands: „Meginatriði laga um vexti og verðtryggingu“.
Gunnar Þór Þórarinsson, héraðsdómslögmaður: „Um rafræn sönnunargögn“.
Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur: „Heimildir dómstóla til að beita ólögmæltum meginreglum við ákvörðun refsingar“.
Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Afbrotafræði í byrjun aldar – viðfangsefni og áhrif“.
Jørn Vestergaard, prófessor við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn: „Magtanvendelse i folkeskolen – den juridiske ramme“.
Kolbrún Benediktsdóttir, löglærður fulltrúi hjá ríkissaksóknara : „Sáttamiðlun í sakamálum“.
Páll Hreinsson, hæstaréttardómari: „Þvingunarúrræði stjórnvalda“.
Per Ole Träskman, prófessor við lagadeild Háskólans í Lundi: „Hur gick det sedan med bekämpningen av ekonomiska brott? Erfarenheter från Sverige“.
Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands: „Nokkrar hugleiðingar varðandi alþjóðaglæpi, allsherjarlögsögu og úrlendisrétt frá sjónarhóli þjóðaréttar“.
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður: „Stefnumið eða dómhæf réttindi? Efnahags- og félagsréttindi fyrir dómstólum“.
Raimo Lahti, prófessor við lagadeild Háskólans í Helsinki: „Straffrättspolitik och ekonomisk brottslighet – finska erfarenheter från åren 1980-2006“.
Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Túlkunarregla refsiréttar“.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri: „Ákvæði 94. gr. tekjuskattslaga um upplýsingaskyldu – nokkur dómafordæmi“.
Stefano Canestrari, prófessor við lagadeild Háskólans í Bologna: „Laicità e diritto penale nelle democrazie costituzionali“.
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Réttmætar væntingar í EB/EES rétti“.
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík: „Fjölmiðlar og ungir afbrotamenn í ljósi stimplunarkenninga afbrotafræðinnar“.
Vagn Greve, prófessor við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn: „Fra fulde soldater til bladtegnere - Blasfemi i dansk strafferet“.
Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Stórkostlegt gáleysi í skaðabótarétti og vátryggingarétti“.
Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: „Kambsránsmálið“.
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík: „Innleiðing helstu sáttmála á sviði alþjóðlegs refsiréttar í íslenskan rétt“.
20.11.2017
Tvö ný rit frá Bókaútgáfunni Codex
17.08.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex
3.07.2017
Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex